Festir Logo
Festir Logo

© 2023 FESTIR EHF. FASTEIGNAÞRÓUNARFÉLAG | ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN.

a very Pretty Image

HÖNNUN OG NÝBYGGINGAR

Vesturvin

Vesturvin er ný íbúðarbyggð með heillandi borgarbrag sem rís nú á gamla Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Með uppbyggingu Vesturvinjar verður nýju lífi hleypt í sögulegt iðnaðarsvæði sem hefur verið afskipt og í niðurníðslu um árabil. Staðsetning reitsins er mjög mikilvæg sem tenging á milli miðbæjar, Vesturbæjar og Grandahverfis.

Lögð er áhersla á gönguvænan og sjálfbæran lífsstíl með greiðum göngutengingum við nærliggjandi hverfi og skjólgóðum borgargörðum ásamt almenningstorgi sem býður gesti velkomna. Mismunandi stærðir og útfærslur íbúða, gæðamiklir garðar og torg auk verslunar og veitingarýmis á jarðhæð stuðla að fjölbreyttu mannlífi.

Íbúðirnar eru bjartar með gólfsíðum gluggum og þaðan er stórkostlegt sjávar- og borgarútsýni. Mikil vinna var lögð í hönnun á flæði íbúðanna og gæðamikið efnisval. Þessi snjalla endursköpun rýmis og samfélags er í höndum alþjóðlegs teymis arkitekta, landslagsarkitekta og innanhússarkitekta sem allir skipa sér í fremstu röð, frá Íslandi, Hollandi og Ítalíu.

VESTURVIN HEIMASÍÐAVefmyndavélVefmyndavél 2
a very Pretty Image
a very Pretty Image
a very Pretty Image

Nýr lífsstíll á yndisreit iðandi mannlífs.

VESTURVIN

a very Pretty Image
a very Pretty Image
a very Pretty Image

UPPLÝSINGAR

VERKEFNI: 210 ÍBÚÐIR, VERSLUNARRÝMI, GARÐAR OG ALMENNINGS TORG

VERKEFNATÍMABIL: 2020-Nú

STAÐA: Í Byggingu

STAÐSETNING: Reykjavík

SKIPULAG: JVST

ARKITEKTAR: JVST, NORDIC, ARKÞING, THG ARKITEKTAR

INNANHÚSSARKITEKTAR: Studio Marco Piva

LANDSLAGSARKITEKTAR: LANDHÖNNUN

VERKFRÆÐINGAR: Mannvit, Verkhönnun