Festir Logo
Festir Logo

© 2023 FESTIR EHF. FASTEIGNAÞRÓUNARFÉLAG | ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN.

a very Pretty Image

HUGMYND OG SKIPULAG

Vogabyggð

Vogabyggð verður lifandi og hlýlegt hverfi staðsett á fallegum stað á bökkum Elliðavogs við ósa Elliðaánna. Skipulagið gerir ráð fyrir vistlegum götum, almenningsrýmum og byggingum með áherslu á hinn mannlega kvarða. Margvíslegur húsakostur stuðlar að fjölbreytileika umhverfis og mannlífs. Miðlægt torg verður hjarta hverfisins og samkomustaður íbúanna.

Vogabyggð verður vistvæn byggð, samofin umhverfinu meði góðum tengingum við aðliggjandi náttúrusvæði og hverfi, almenningssamgöngur og önnur umferðarmannvirki. Tengslin við Elliðavoginn eru undirstrikuð með samfelldri göngu- og hjólreiðabraut meðfram bakkanum.

Náin samvinna við skipulagsyfirvöld Reykjavíkur, aðra lóðarhafa, rýnihópa og tilvonandi íbúa, skilaði hágæða vinnu frá skipulagshöfundum og arkitektum sem mun skila sér í endanlegri mynd hverfisins. Yfir 300 íbúðir munu rísa í fimm byggingum á reit FESTIS.

FESTIR seldi reitinn til Kaldalóns fasteignafélags að lokinni skipulagsvinnu og hverfið er í dag í uppbyggingu.

a very Pretty Image
a very Pretty Image
a very Pretty Image

Lifandi og hlýlegt borgar samfélag á mörkum náttúru

VOGABYGGÐ

a very Pretty Image
a very Pretty Image
a very Pretty Image
a very Pretty Image

Upplýsingar

VERKEFNI: HUGMYNDAÞRÓUN OG SKIPULAG Á RÚMLEGA 300 ÍBÚÐA BYGGÐ

VERKTÍMI: 2014-2018

Staða: LOKIÐ

Staðsetning: Reykjavík

SKIPULAG: JVST, TEIKNSTOFAN TRÖÐ

Arkitektar: JVST, Rakel Karls Studio